Þetta er reyndar tilfinning sem ég hef líka.
Ég er líka á því að heimurinn geti ekki verið
fullkomlega sammfelldur, því það felur í sér
óendanlega mikið af efni á hverja rúmeiningu
(eða óendanlega mikið af “upplýsingu”, alltaf á
minni kvarða).
Ég hef það alltaf á tilfinningunni að fólk sé að
rugla einhverjum hugtökum þegar það talar um
óendanleiki alheimsins.
Stærðfræðilegan óendanlega má alltaf orða með
einhverju rökfræðilega skilyrði. Eins og:
“Ef gefin er heil tala, n, þá talan n+1 líka til.”
Það að eilu tölurnar séu óendanlega margar þýðir
bara það að til sé hugrænt ferli (talning) sem
að getur gengið áfram eins lengi og vera vill,
þ.e. ekkert sérstakt kemur til sem lætur það
endurtaka sig eða stöðvast.
Ef að alheimurinn er eitthvað sem að stækkar,
og stækkar svo meira og heldur áfram að stækka
og ekkert skilyrði er TIL sem að veldur því að
að hann stoppi eða dragist saman aftur þá má
segja að hann sé óendanlegur Á SAMA HÁTT og heilu
tölurnar. Og þetta er eina tegundin af
“óendanleika” sem er skiljanleg og skilgreind og
eina tegundin af óendanleika sem ég SKIL.
Ég held að alheimurinn sé endanlega stór og að
minnsta eining hans sé líka endanlega stór.
En það er vegna þess að ég skil ekki annað!