Þetta er bara saga og ég er eiginlega viss um að það er ekkert til í henni. Að minnsta kosti varð ég ekki var við að svona próf væru sett fyrir þau ár sem ég lærði heimspeki við Háskóla Íslands. Það var alltaf bara prófað úr námsefninu. Þessi saga gengur líka mjög víða, t.d. hér í Bandaríkjunum.
Auk þess verð ég að segja að þetta er ekki einu sinni sniðugt svar, því það segir okkur ekki neitt. Ef ég myndi spyrja á prófi “Varð Davíð Oddson þingmaður árið 1991?” og þú myndir svara “Ef hann varð þingmaður 1991, þá varð hann líka ráðherra” þá hefurðu ekki svarað spurningunni, þú hefur ekki sagt hvort hann varð þingmaður 1991 eða ekki heldur bara að
ef hann hafi orðið þingmaður þá, þá hafi hann líka orðið ráðherra. Og það segir mér ekkert annað en að þú mundir að hann varð ráðherra sama ár og hann varð þingmðaur en að þú hafir ekki alveg munað hvenær hann varð þingmaður. Skilurðu hvað ég er að fara?
Á sama hátt hefur sá sem svarar spurningunni “Er þetta spurning?” með svarinu “Ef þetta er spurning, þá er þetta svar” ekki sagt hvort þetta hafi verið spurning eða ekki. Og það er ekki hægt að líta svo á að hann sé að segja það óbeint fyrst það er augljóst að það sem hann skrifaði er einhvers konar svar því það væri rökvilla (sem heitir játun þá-setningarinnar). Það er að segja, sá sem svarar svona getur ekki sagst vera að svara óbeint hvort þetta hafi verið spurning með því að segja:
1. Ef þetta er spurning, þá er þetta svar.
2. (Þetta er augljóslega svar)
Þar af leiðandi:
3. Þetta er spurning.
Þetta er nefnilega rökvilla sem heitir játun þá-setningarinnar. Um hana má lesa
hér og
hér.
En sem sagt, bottom line: Þetta er ekki einu sinni sniðugt og gott svar!