Óendanleikinn sjálfur er velskilgreint fyrirbæri.
Stærðfræðingar hafa séð til þess.
Þú þarft bara að átta þig á því hverju sinni
hvað átt er við með óendanlegt.
Óendanlega stór tala þýðir “hversu stór tala sem
þú vilt”. Ef við segjum “núll komma óendanlega
margar níur jafngilda einum” ertu að segja,
“núll komma ákveðinn fjöldi af níum er nálægt
einum, og því nær sem níurnar eru.”
Að eitthvað taki óendanlega langan tíma þýðir
að það gerist aldrei. Það getur þó líka vísað
til einhvers sem er gerist smám saman og er nær
því að klárast, því lengri tími sem líður (eins
og afhleðsa þéttis, fræðilega séð).
Að eitthvað þurfi óendanlega mikla orku, þýðir
líka að það sé ómögulegt, en því meira orku sem
þú notar í það, því nær komistu.
Að fást við óendanleikann er bara rökfræði.
Þegar maður nálgast óendanleikahugtakið á þennan
hátt verða mörg vandamál að engu og leysast án
fyrirhafnar (t.d. “hvernig getur hlutur með
endanlegt rúmmál hafð óendanlegt yfirborð”).
Sum þeirra verða jafn óskilin og áður. Ég er þó
ekki viss um að óendanleikahugtakið sjálft valdi
því.
Og ég ætla ekki að reyna að leysa þau, svo það
sé á hreinu! :)
Til dæmis eins og tilgangur lífsins. Að gera gjörð sem hefur tilgang er í raun:
að gera/valda eitthvað/einhverju sem gerir/veldur eitthvað/einhverju sem gerir/veldur eitthvað/einhverju sem gerir/veldur eitthvað/einhverju sem gerir/veldur eitthvað/einhverju sem gerir/veldur eitthvað/einhverju sem gerir/veldur eitthvað/einhverju sem gerir/veldur eitthvað/einhverju sem gerir/veldur eitthvað/einhverju sem gerir/veldur eitthvað/einhverju……… og svo framvegis útí óendanleikan.
Ef þetta endar í að eitthvað gerir eitthvað sem veldur engu, þá er fyrsta og þar með allar gjarðirnar orðnar tilgangslausar. Samkvæmt þinni skilgreiningu verður aldrei neinn tilgangur í lífinu, sem getur alveg verið rétt. Nema eitthvað hafi tilgang í sjálfu sér meðan það endist.
Góð tilfinning til dæmis, ég upplifi góða tilfinningu, hún hefur í raun engan tilgang ef ég nýt hennar bara og ákveð útaf því það er svo got að lífið hafi tilgang svo lengi sem þessi tilfinning geti endurtekið sig.
Að segja að eitthvað hafi tilgang í sjálfu sér er raunveruleg rökvilla, ég veit það, en hvað ef þessi tilfinning er bara þannig að ég ákveð að lífið hafi tilgang því það veitir manni tilgang með þessari tilfinningu, þessi tilfinning er bara tilgangurinn því ég ákveð það?
Kannski er það bara það að þá hefur tilfinningin þann tilgang að halda manni lifandi… en þá erum við komnir útí óendanleikan aftur. Ég efast samt um það.
Kannski er bara nóg að titla eitthvað “þess virði” og sú titlun sé byggð á reynslu. Þar höfum við tilgang lífsins og þar með er óþarfi að blanda óendanleikanum útí þetta.
0
Ég er allavega sammála því að óendanleikinn hafi
ekkert með tilgang að gera.
Nema það að ég held að tilgangur sé önnur
spurning sem verður ekki sérlega erfið ef þú
gerir fullkomna grein fyrir því hvað þú meinar.
Það má vel vera að engin einn tilgangur lífsins
sé til. Þetta er kannski það sem allir meina
þegar þeir spyrja “hver er tilgangur lífsins”.
Það er ekki óeðlilegt að finnast það að vera til
undarlegt, finnst að það hljóti að vera einhver
æðri ástæða fyrir að allir menn séu til og
finnast það líka undarlegt (það finnst mér alla
vega). Þetta er EFRIÐ spurning.
Svo eru þeir sem segjast hafa fundið sitt eigið
markmið í lífinu og að það sé tilgangur lífins.
Það eru yfirleitt þeir sem segjast hafa fundið
tilgang lífsins.
Ég veit ekki heldur alveg hvað svona orsakakeðja
hefur með tilgang að gera (þótt hún tengist
óendanleikanum augljóslega :) ).
Að spyrja um tilgang er í raun spurning um hvort
eitthvað gert með eitthvað í huga. Hvort að það
hafi legið einhver vilji á bak við gjörðina.
Ef þú kastar bolta í vegg og hann kastast til
baka varstu vissulega valdur að einhverju. En
þér var hugsanlega alveg sama um þetta, kannski
kastaðirðu boltanum af hugsunarleysi. Hvaða
tilgang hefði boltinn fyrir þér?
Ef þú hins vegar kastaðir boltanum í vegginn
aftur og aftur, til að hafa ofan af fyrir þér
eitthvert sunnudagseftirmiðdegið hefði boltinn
augljóslega það tilgang að skemmta þér.
Hugsanlega er merking spurningarinnar um tilgang
lífsins bara spurningin “Til hvers er ætlast af
mér?” Hvaða hlutverki gegni ég í þessari tilveru.
Svona tilvistarkreppu spurning.
Tilgangur er svolítið huglægt orð. Hann er þó
tiltölulega vel skilgreint hugtak. Eða alla vega
meðhöndlanlegt að einhverju leiti. Og jú, ég
myndi segja að þú getir ákveðið að hluti hafi
tilgang. Þú getur sett þér markmið. Það er til
fólk sem gerir það og ég hef heyrt að það lendi
aldrei í tilvistarkreppu. :)
0
Tengingin við orsakakeðjunna (takk fyrir þetta orð, hef verið að leita að orði yfir þetta lengi!) er: Ok þú kastar bolta í vegg til að skemmta þér, en ef það er tilgangslaust að skemmta þér er þá ekki orðið tilgangslaust að kasta bolta í vegg?
0