Manneskja er hugtak sem við notum til að flokka verur með ákveðna eiginleika frá öðrum. Þar sem eiginleikarnir eru ekki fastar eða eitthvað þess hátt er erfitt að vita hvað manneskja er, t.d. ef ég segði að manneskja þyrfti að hafa fimm fingur á hverri hendi, ganga að meðallagi á tveim fótum og tala væri myndum við lenda í vandræðum þegar við sæjum þriggja ára vanskapað barn sem kannski er ekki með putta. Hugtakið maður eða fræðiheitið homo sapiens sapiens er nákvæmlega það sama, útskýringin, maður er er tegund sem kallast homo sapiens sapiens er einfaldlega tvítekning og útskýrir ekki neitt nema þá hugsanlega kenna þér annað hugtak yfir manneskjur. Eins og ég sagði fyrst, hugtakið er nota til flokkunar en flokkuninn er vafasöm og ekkert nema einföldun t.d. til að gera okkur kleypt að tjá hugmyndir á einfaldan hátt. Eðli er líka orð sem við notum til einföldunar, tilhneygingar eru ekki eitthvað efnislegt sem hægt er að snerta heldur er það hugmyndir um hvað hlutum er eðlislægt að gera (boltar detta í gólfið, lífverur éta), oftar en ekki vitum við ekki af hverju hlutir hafa tilhneygingu til einhvers, við vitum bara að þeira hafa þetta eðli og gefum því oft eitthver frekari nöfn til að geta tjáð okkur (við tölum um jafnvægistemprun í lífverum og þyngdarkrafta t.d.)
Munurinn á því að drepa dýr og fólk felst einfaldlega í hugtökunum. Allir menn eru augljóslega dýr (eða hvað?) svo spurningin er dálítið ruglingsleg. Í hverju felst munurinn á því að drepa verur í flokki A og flokki B, þar sem verurnar í flokki B eru í flokki A. Er ekki eini munurinn sá að þú ert að drepa veru annarsvegar sem hugsanlega er ekki manneskja en annars alveg örugglega manneskja? Smá út úr dúr. :P