Ég er að pæla í viðmiðunum. Ef við, okkar innra “ég” er blekking, hvað er þá verið að blekkja? Það hlýtur eitthvað sem er verið að blekkja, annars er það ekki blekking, þá er það nýr veruleiki, annar heimur ef hann er algjörlega gerður úr “blekkingum” og hluti hans hefur sjálfstæðan vilja (hæfileika til að velja úr möguleikum). Annars veit ég ekki um hinn sjálfstæða vilja svokallaða, þegar ég framkvæmi val þá reyni ég oftast að miða við rökhugsun, aðrir nota innsæi (ómeðvitaðan samanburð á annari reynslu við valið (hljómar eins og bitur greining innsæislauss manns, en hvað er innsæi annars? Tónlistarmaður með innsæi tekur ákvarðanir um tónlistina ómeðvitað miðað við tilfinningar sínar, þessa fullyrðingu set ég fram eftir ýmsar upplifanir og pælingar. Hvernig ættu aðrir að geta notið innsæis ef það vísar ekki í eitthvað sem þeir þekkja?), allir þurfa einhverntíman að nota skynfæri. Hvort erum það “við” eða niðurstöður líkamans sem skapa sjálfstæðan vilja? (úff mér er farið að líða eins og vél)
Ég er alls ekki að fullyrða að raunveruleikinn sé ekki þarna, ég er bara að benda á að skynfærinn eru milliliðir. Hvað höfum við svosem betra að gera en að takast á við það sem skynfærin bjóða. Ég vil líta á rökstöðvar og tilfinningagjafa heilans sem mína nánustu hluti, svo lengi sem verkefnin sem ég leysi halda þeim við er mér sama hvort það sé raunveruleiki eða ekki.
En hvað um fólkið sem við elskum? Ég trúi, nei ég segji! að sú tilfinning sem ástin er sé einhvers konar yfirskilvitsleg röksemdarfærsla fyrir öðrum persónum. Að minnsta kosti ber hún mig og mínar réttu, en í sjálfu sér eigingjörnu, röksemdarfærslur ofurliði.