Ég átta mig á því að afstæðiskenningarnar séu tvær. Hins vegar er oft vísað til þeirra beggja með orðinu í eintölu (og með ákveðnum greini ef Einsteins er ekki getið), þ.e. afstæðiskenning Einsteins eða afstæðiskenningin. Þannig hefur til dæmis komið út á íslensku
Afstæðiskenningin eftir Einstein (smelltu á titilinn til að lesa um bókina hjá útgefanda). Þess má geta að í þessu riti tekur Einstein sjálfur dæmi um menn sem kasta bolta um borð í lest sem er á ferð (ef ég man rétt). Það dæmi hefur að vísu ólíkan tilgang en spurningin hér um manninn í flugvélinni en er samt um margt afar líkt.
Svarið mitt við spurningunni hér að ofan byggir á þeirri hugmynd að það fari eftir því við hvað er miðað hvort hlutur sé á hreyfingu eða ekki. Þetta er höfuðatriði í afstæðiskenningu(m) Einsteins en er það ekki í newtonskri eðlisfræði (
Hér kemur m.a. fram að "[Newton] taldi að það hvort atburðir gerðust á sama tíma og lengd atburða í tíma væri óháð afstöðu við þá og að tímalengd milli atburða væri óháð afstöðu hluta í heiminum.“).
Það er vitaskuld rétt að það þarf ekki að grípa til afstæðiskenningarinnar (sem fjallar ekki um menn í flugvélum) til að svara spurningunni, enda gerði ég það ekki (ég gat fyrst um skyldleika svars míns og hennar þegar minnst var á eðlisfræði). En svarið mitt er samt sem áður ekki á newtonskum forsendum heldur á forsendum afstæðiskenningarinnar. Þess vegna sagði ég seinna að svarið ”byggði" á afstæðiskenningunni (þótt ég hefði ekki beint beitt henni til að svara spurningunni) enda byggir svarið á þessari grunnhugmynd kenningarinnar um að það sé hvorki til algildur tími né algilt rúm. Og spurningin er einmitt þannig orðuð að besta svarið við henni felst í að benda á að það fari eftir við hvað er miðað hvort sitjandi maður í flugvél er á hreyfingu eða ekki.