Ef vísindamenn myndu finna upp leið til eilífs lífs, hverju værum við þá að missa af? Þetta er kannski hægt einhverntíman með þessari tækni sem við höfum í dag, hvað þá með eftir 50 ár?
Kannski verður það dagurinn sem að guð útrýmir mannkyinu?
ég hef einmitt verið að spá í eilíft líf. Ef mér skjátlast ekki, þá deyjum við einungis vegna nokkura líkamlegra galla. þ.e. kólestról safnast upp í æðum. einhversstaðar heyrði ég að þetta væri eina útskýring á öldrun.
Annars hef ég heyrt það líka að þó að frumur líkamans geti skipt sér og búið til nýjar þá skipti hver fruma sér bara ákveðið oft. Það myndi auðvitað á endanum leiða til öldrunar, en er einhver hér sem veit hvort þetta sé bull í mér?
Því vísindamnenn eru enn ekki komnir nálagt því að skilja hvað líf er né hvernig á að lengja það með öðrum háttum en lyfjum og heilbrygðu líferni svo að hvernig í fjáranum ættu þeir að ná að finna út alla þessa hluti og ennþá fleiri þegar það er langlíklegast að það þeir muni aldrei ná að finna þá út hvort sem er og það er ekki einu sinni vitað hvort að hægt sé að lifa að eilífu en það er mjög ólíklegt að það sé hægt. Svo að möguleikarnir á því að fólk nái að skapa endalaust líf á næstu 50 árum eru svo litlir að mér myndi ekki endast ævin í að útskýra það fyrir þér.
Eílíft líf … skjáir … nokkurn veigin það sama. Fólk hefur verið að reyna að finna endalaustlíf frá byrjun tímans en skjáir voru ekki til fyrir nokkrum árum. Skjáir voru fundnir upp af mönnum. Líf er svo flókið að mönnum er ekki ætlað að skilja það.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..