Það er erfitt að svara þessu með heimspekina. Nær hún ekki yfir allt í raun og veru. Ég held að við gætum seint sagt að Fréttablaðið fylgi exístensíalisma að hætti Sartre, eða að CNN aðhyllist frumspeki.
Auðveldara væri að skoða pólitískar skoðanir fjölmiðlanna. Til dæmis væri hægt að halda því fram að fjölmiðlar séu almennt hægri sinnaðir eða almennt vinstri sinnaðir. Fer yfirleitt eftir hver talar, en Vinstri Grænir halda því iðulega fram að fréttablaðið sé hægri sinnað (miðað við murinn.is) og hægri menn tala um Baugsmiðla.
Ég held að flestir fjölmiðlar reyni að vera óháðir og hlutlausir. Það er spurning hvort þeim takist það. Það er þó í það minnsta viðhorf í því, ef þeir halda að þeir geti það.
Sumir fjölmiðlar gætu verið kallaðir efahyggjumenn, það er að segja ef þeir efast um allt. Suma mætti bendla við trúarbrögð, t.d. er mjög trúuð lífsýn inn á OMEGA stöðvunum.
Auðvitað hafa líka einstakir blaða og sjónvarpsmenn áhrif. Þeir geta verið hægri/vinstri/miðju sinnaðir í pólitík og trúaðir/ekki trúaðir. Svo eru náttúrulega mikið af fjölmiðlafólki með heimspekimenntun svo þeir hafa eflaust einhverja heimspekilega lífsýn.
En hefur fólk almennt einhverja heimspekilega lífsýn?