Þú segir: "og [við] getum aldrei staðfesst neitt…“. Þetta þykir mér afar skemmtilegt, því þú ert komin nálægt því sem heitir rokfræðileg raunhyggja (logical positivism, logical empiricism) sem átti sér marga málsvara á fyrri hluta 20. aldar, t.d. þá Rudolf Carnap, A.J. Ayer, Moritz Schlick, Carl Hempel og Reichenbach. Fáir vilja verja kenninguna nú á dögum en mér þykir svolítið vænt um hana.
Kenningin er svona: Fullyrðingar eru sannar eða ósannar, nema í sumum tilfellum þegar ekki er um réttnefnda ”fullyrðingu“ að ræða, þá er hún merkingarlaus. Hægt er að greina að raunverulegar fullyrðingar frá merkingarlausum fullyrðingum með staðfestingarlögmálinu (verification principle); sem er svona: Ef engin möguleg reynsla getur skorið úr um hvort fullyrðing er sönn eða ósönn þá er hún merkingarlaus. Dæmi um þetta er fullyrðingin ”Guð er til!", en hvernig ætti annars að sannreyna þá tilgátu?
Með þessu vildu málsvarar rokfræðilegrar raunhyggju sýna að guðfræði, frumspeki, siðfræði, fagurfræði og eitt og annað til viðbótar væri merkingarlaust, gervivísindi. Heimspeki átti að vera hrein rökfræði og sálarfræði.
Vandinn fyrir rökfræðilegu raunhyggjuna er hins vegar þessi: Hvernig er hægt að sannreyna hvort staðfestingarlögmálið (verification principle) er satt eða ósatt? Er það þá ekki líka merkingarlaust?<br><br>__________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________