Hafa ekki allir einhverntíman pælt í því hvað lífið sé. Kannski eruð þið ekki til kannski eru þið bara svona hlutir sem komið inn í líf mitt, sem kannski er ekki líf. Kannski er þetta bara draumur, hjá einhverri skjaldböku sem hefur verið að fá ´sér í haus. Skjaldbökunni dreymir að hún sé ég, og þið séuð bara til að gera þetta raunverulegt. Það eina sem við vitum, er að við erum aldrei viss… en er ég viss um það, ég er ekki viss… Þetta sagði mér maður sem er að læra heimspeki… kannski hef ég eikkað ruglað þessu aðeins en so what…. Hvað er það sem við vitum fyrir víst, kannski lifum við bara á bakinu á skaldböku, eins og einhver sagði eða kannski er þetta bara svona eitthvað sem Guð eða einhver er að prófa sig áfram með.
Talandi um Guð, þá hefur hann eitthvað haft með það að gera að lífið sé eins og það er, þó hann hafi kannski ekki skapað jörðina á 6 dögum eða 7. Þetta eru bara of mikið af tilviljunum, sem réðu því að jörðin er eins og hún er. Fyrst var það eitthvað í geimnum fyrir 4,6 milljarða ára eða eitthvað, og svo voru það einhverjar frumeindir sem söfnuðust saman og bjuggu til manninn. Þetta er svo mikil tilviljun að, að því er við vitum, að það sé ekkert líf til í öðrum hnöttum.
Ég tel að Guð hafi eitthvað með lífið að gera, að hann hafi látið þetta allt gerast, á þennan vísindalega máta. Að það sem við teljum vera vísindalega sannað sé það sem guð lét verða.
Nenni ekki að skrifa meira, var eila bara prófa þetta, en endilega kommentið eikkað, takk fyrir.
Fock já!