sumt er það sem maður getur ekki annað en leita svara við. Hver er tilgangur lífsins, erum við ein í alheiminum, af hverju velja sætu stelpurnar alltaf fíflin sem fara illa með þær? (bit carried away there!) Það er í eðli mannsins að leita svara. Við getum ekki á okkur heilum tekið nema að vita einhverja hluti fyrir víst, sjá hvað gerist ef við kljúfum þetta atóm, blöndum þessu við þetta eða neglum egghvössum málmhlut í höfðuðið á næsta manni og gá hvort hann meiðir sig. Þessi óseðjandi forvitni hefur öðru framar leyft mannkyninu að þróast á þann veg sem nú er. Svo kemur pælingin, værum við betur sett ef hugsuðir, heimspekingar og uppfinningamenn sögunnar hefðu bara látið sér nægja að Allah, Guð, Seifur, Óðinn eða hver þá heldur sem er, hafi bara búið hlutina til og ekki orð meira um það?
Guns DO kill people! But then again, so do washing machines!!!