Þessi kenning sem þarna er í bakgrunninum heitir sálfræðileg sérhyggja. Það hefur aldrei gengið vel að verja hana vegna þess að hún virðist gefa sér það sem á að sanna.
Kenningin og rökstuðningurinn virðist vera einhvern veginn svona: Allt sem maður gerir er á endanum í eigin þágu. Lítum bara á Jón sem er að hjálpa gamalli konu yfir götuna og Gumma sem er að gera eitthvað svipað; á endanum eru þeir bara að þessu til þess að þeim líði sjálfum betur. Þeir segja kannski sjálfir að svo sé ekki, en þeir átta sig bara ekki á því hvaða hvatir búa raunverulega að baki athöfnum þeirra, þeir eru nú samt að gera þetta í eigin þágu af því að allt sem maður gerir gerir maður á endanum í eigin þágu.
Þetta er hringferð í sönnun. Fyrst er dæmið notað til að styðja kenninguna, en svo þegar kemur í ljós að dæmið styðji ekki kenninguna, þá er kenningin látin styðja dæmið.
Fyrsti vandinn er þess vegna að setja kenninguna fram á sannfærandi hátt. Ég hef aldrei séð það gert.
___________________________________