Hvers vegna er svona fyndið þegar aðrir meiða sig?
Sko, þegar ég var yngri og var með einum vini mínum sem var alveg einstaklega óheppinn og alltaf að misstíga sig og meiða sig og allt þetta klabb, þá hló ég alltaf. Ég gat ekki hamið mig og fór að skellihlæja að honum þegar hann lá í jörðinni. Kannski ekki þegar eitthvað alvarlegt gerðist, eins og hann hjólaði einu sinni með andlitið á vegg hehe, en það var ekki fyndið þá heldur bara núna. Svo þegar hann fékk t.d. fótbolta í andlitið , hehe það er fyndið, þá hló ég líka. Af hverju hlæjum við að einhverjum sem er að meiða sig? Er virkilega svona gaman að sjá einhvern annan þjást? Það eru náttúrulega þættir eins og Jackass eða Dirty Sanches sem ganga einungis út á þetta, að hlæja að óförum annarra. Ég veit ekki með alla en það er bara almennt fyndið þegar einhver meiðir sig, kannski lagast þetta með aldrinum. Allavega, hvað er svona fyndið við það þegar aðrir meiða sig? Bara svona smá kvöldpæling þegar ég er að hlæja einn inni í herbergi að óförum vina minna.