Dannixx:
Það er hægt að taka þessa pælingu ansi djúpt. Þannig að haltu þér fast.
Það er svo að allt virðist vera samvaxið öllu öðru. Merking, þe skilningur, fæst aðeins með því að sjá hlutina í stærra samhengi.
Tökum td það sem þú sagðir. Ég ætla að merkja það sem ég vil kalla ‘lausa enda’.
Vélar
Ef vél væri með sömu vitsmuni og maður er hún þá lifandi eða dauð?
Ok. Nú hef ég sem sagt merkt (undirstrikað) alla ‘lausa enda’ eins og ég vil kalla þau atriði sem þarf að skilgreina til þess að geta komist að niðurstöðu. Þá meina ég að við verðum að vera sammála um það hvað þessi atriði eru, hvað þau þýða. Svo við getum fyrst svarað öllum textanum í heild. Því sem þú spurðir um í upphafi.
Það er svona keðjuverkanir sem geta gert heimspekilega hugsun mjög flókna og erfiða.
En spurningarnar sem við þurfum að spyrja okkur að áður en við förum út í að svara því sem þú varst að velta fyrir þér, eru:
i) Hvað er vél?
ii) Hvað eru vitsmunir?
iii) Hvað er maður?
iv) Hvað er lifandi?
v) Hvað er dautt?
Ok þegar við erum búnir að sættast á skilgreiningar á i-v þá getum við fyrst nálgast þá merkingu sem hvílir í orðunum í heild sinni. Það er að segja:
Vélar
Ef vél væri með sömu vitsmuni og maður er hún þá lifandi eða dauð?
Þetta kann að virðast óþarflega mikið vésen. Hinsvegar er þetta alvöru svar. Spurningin er hinsvegar hvort þér hafi verið alvara með pælingunni?
Þannig að ég ætla að leyfa þér að velta fyrir þér hinum mismunandi viklum við þessa pælingu, í staðin fyrir að fara að gera þetta svar enn lengra með mínum ályktunum.
Kv.
VeryMuch