Kjarni málsins í hans tilgátu var að upplifanir kæmu til sökum víxlverkunar á milli reikniaðgerða (algríma) á mismunandi flækjustigum (atom level, neural level, system level…) og efnisgerðar heilans. Mér fannst svo reyndar það skemmtilegasta í fyrirlestrinum þegar hann talaði um greindar vélar sem hafa einhvers konar representation eða líkan af sjálfum sér og geta því gert sér grein fyrir eigin stöðu í tíma og rúmi, ásamt takmörkunum sínum og getu, og taka ákvarðanir sem eru ekki forritaðar heldur styðjast við þumalfingursreglur (heuristics) um hluti og eiginleika þeirra.