Í þeim löndum þar sem heilbrigðiskerfi er gott og velferðakerfi einnig, er fæðingatíðnin oftar en ekki rétt undir eða við þau mörk sem fæðingatíðnin þarf að vera til að fólksfjölgun verði, ef dánartíðnin lækkar þá lækkar fæðingatíðnin. Það virðist haldast í hendur í flestum tilfellum.
Kaþólska kirkjan fórdæmir notkun getnaðarvarna, þótt hún banni þær ekki. Þeir sem fara eftir þessum reglum fara líklegast eftir öðrum reglum þeirra, t.d. um að stunda ekki kynlíf fyrr en eftir að þú giftist, svo það er lítið áhyggjumál.
Vandamál margra stórþjóða er einmitt að það er engin fólksfjöldgun, hópur aldraðra sem ekki eru í vinnu er stærri en þeir sem koma nýjir inn á vinnumarkað. Hver á að halda þeim á lífi ef að það eru ekki nógu margir á vinnumarkaðinum?
Fyrir svo utan það, að það er lítið mál að koma á svipuðu kerfi og í Kína eða Indland, þar sem er markvisst fylgst með og stjórnað fólksfjölgun. T.d. eru í boði skattafríðindi fyrir þá sem eignast ekki allt of mörg börn, sem þeir missa ef að þau verða of mörg.