ok þetta er kannski ekki undir heimspeki en mér er bara allveg sama:


Einsteingátan

Einstein, sá mikli meistari, sagði að aðeins tvö prósent mannkyns gætu leyst þessa gátu.

Fimm iðnnemar, hver frá sínu Norðurlandi, eiga heima við sömu götu í mismunandi lituðum húsum. Þeir eiga hver sinn uppáhaldstónlistarmann og keyra á mismunandi flottum bílskrjóðum.

Þú færð fimmtán vísbendingar:
1. Listneminn býr í brúnu húsi
2. Rafvirkinn rúntar á Trabant
3. Hárgreiðsluneminn er Dani
4. Hvíta húsið er vinstra megin við fjólubláa húsið
5. Íbúinn í hvíta húsinu er Norðmaður
6. Sá iðnnemi sem ekur um á Audi heldur uppá Outkast
7. Pavarotti-aðdáandinn býr í rauðu húsi
8. Sá sem býr í miðjuhúsinu er Svíi
9. Bifvélavirkinn býr í fyrsta húsinu
10. Ozzy-fanið býr við hliðina á þeim sem ekur um á Skoda
11. Sá sem rúllar á Saab býr við hlið þess sem “blastar” Pavarotti
12. Sá sem hlustar á Hasselhoff er frá Finnlandi
13. Húsasmíðaneminn hlustar á Britney Spears
14. Bifvélavirkinn býr við hliðina á bleika húsinu
15. Ozzy rokkarinn býr við hliðina á Íslendingnum

Spurningin er svo:
Foreldrar hvaða iðnnema eru svo vel stæðir að geta leyft honum að krúsa á porche




ég gerði þetta ekki… ég fékk þetta semt á msn og þetta tók mig sona 1 klst en ég náði þessu á endanum :D

ef þið skiljið ekki strax þá skil ég það vel en þið eigið að finna út hver keyrir um á porche :D

GOOD LUCK