Það má vera að 1+1 hafi alltaf verið 2, en fræðigreinin um hvers vegna 1+1 = 2 hefur ekki alltaf verið til.
Ég held að stærðfræðin sé klárlega uppfinning; hún er fræðigrein sem var fundin upp af Grikkjum (sem virðast fyrstir hafa tekið á viðfangsefninu fræðilegum tökum, þótt aðrir hafi áður fengist við sama viðfangsefni).
Viðfangsefni fræðigreinarinnar er hins vegar eiginleikar t.d. talna og ýmissa hugtaka sem sum hafa ef til vill alltaf verið til, og því gerir fræðigreinin alla jafnan uppgötvanir á þeim. Það er hins vegar vandi að segja hvort maður á að kalla tiltekna aðferð til að höndla ákveðin verkefni (t.d. diffrun) uppgötvun eða uppfinningu. Okkur er jafntamt að segja að einhver hafi uppgötvað aðferð og að einhver hafi fundið upp aðferð. Ætli það sé ekki bara og verði alltaf á gráu svæði.
___________________________________