Huggun heimspekinnar er umræðuvettvangur fyrir áhugafólk um heimspeki. Fyrsta fimmtudag hvers mánaðar hittist áhugafólk um heimspeki á Celtic Cross og hlýðir á stutta framsögu um heimspekilegt efni sem er fylgt eftir með umræðum. Kristín Sætran mun að þessu sinni fjalla um heimspekina í framhaldsskólunum.
Á hádegisfundi Heimspekistofnunar að þessu sinni mun ítalski Carlo Penco tala um Bertrand Russell, Albert Einstein og heimspekina eftir árið 1905.
___________________________________