Það er ekkert heimskulegt við þetta, leyfðu mér að útskýra. Þú þekkir líklegast einn kraft sem virkar stöðugt á þig, sem kallast þyngdaraflið. Sá kraftur er ríkjandi milli allra stærri hluta efnisheimsins, milli tveggja manneskja eða tveggja reikistjarna. Newton sýndi fram á að það væri samband á milli massa tveggja hluta og þyngdarkrafta þeirra. Þ.e.a.s. því massameiri sem hlutur er, því meiri aðdráttarkraftur hans. Sbr. sólinn hefur meira aðdráttarafl en Júpiter. Um langt skeið, frá því að Newton sýndi fram á þetta, gat engin útskýrt hvernig þessir kraftar verkuðu, það eina sem menn vissu var bara að krafturinn var til staðar og áttu nokkuð nákvæma formúlu til að reikna kraftinn út.
Þar kemur Einstein til sögunar, hann tilkynnti að þyngdaraflið sem við upplifum væri vegna sveigju í tímarúmi. Þú hefur kannski heyrt um þetta, ég veit það ekki, en hugmyndinn er að þungur hlutur sveigji tímarúmið eins og ef þú leggur þungan hlut á dýnu (þú tekur líklegast eftir því að dýnan í rúmminu þínu gefur undan ef þú leggur eitthvað þungt á hana). Allt bendir til þess að hann hafi rétt fyrir sér til þessa.
Svo kemur loka hnykkurinn. Karl Schwarzschild nokkur, komst yfir rit Einsteins og í fyrri heimstyrjöldinni reiknaði hann út að hugsanlega væri til svo massamikill punktur að hann myndi búa til sveigju í tímarúmi, sem væri í raun svo “brött” að ljós hefði ekki nægan hraða til að “drífa upp úr holuni” ef svo má segja. Hann hinsvegar gat ekki sagt heiminum frá því strax því á milli þess að uppgötva svarthol, þá reiknaði hann skotstefnu fyrir fallbyssuherdeild þýska hersins.
Við vitum það fyrir víst að þyngdaraflið hefur áhrif á ljós, t.d. þegar sólinn er sest, má sjá nokkuð magn sólarljóss teygja sig yfir sjóndeildarhringinn, en það sveigir eftir yfirborði jarðar svo við fáum nokkuð fallegt útsýni oft á tíðum ;) Þetta er vegna þess að í stað þess að skína beint út utan plánetunni þá sveigir það lítilega og lýsir upp himininn.
Þetta er einmitt það sem gerir okkur kleypt að sjá svarthol. Þótt svo að við getum ekki séð endurkast ljóss úr svartholum af augljósum ástæðum þá getum við fylgst með ljósuppsprettum í nálægð við svartholið og fylgst með því hvernig ljós sveigjir í áttina á einum punkti og hverfur.
Við höfum sem sagt sýnt fram á að fræðilega geti verið til hlutur sem hafi þennan mátt og séð það fyrir í sjónaukum okkar að einmitt það sem við bjuggumst við, er að gerast. Ljós er að sogast inn í einhverjar holur. Svarthol.
Stephen Hawking hinsvegar segist hafa rangt fyrir sér varðandi ákveðna mótsögn sem myndast í kringum kenningu um svarthol, það er þetta sem þú ert að rugla saman.