Það er bara spurning um við hvað þú miðar. Hversu oft geturðu brotið saman blað með höndunum einum? Sirka 12 sinnum með ákveðinni aðferð er víst heimsmetið, en ef þú ert með einhverja vél til þess að mölva þetta í spón geturðu örugglega gert það marg oft. En þessi spurning er ekki heimspekileg, hún er miklu frekar stærðfræðileg, ef þú myndir reikna út efnismagnið og myndir finna út hversu mörg atóm eru í disknum, þá gætirðu örugglega brotið diskinn fræðilega niður í einstaka atóm, þar með er vandamálið orðið stærðfræðilegt.