Ég vil vekja athygli á fyrirlestraröð sem fer af stað við Háskóla Íslands 1. október nk. og ber heitið “Veit efnið af andanum?”

Í fréttatilkynnigu um fyrirlestraröðina segir: “Haustið 2005 verður efnt til fyrirlestraraðar um meðvitundina í Háskóla Íslands. Sérfræðingar á ólíkum sviðum munu nálgast viðfangsefnið út frá mismunandi fræðigreinum og kynna nýjustu hugmyndir sínar á aðgengilegan hátt í opnum fyrirlestrum. Markmiðið er að opna þverfaglega umræðu um efni sem lengi hefur verið til umfjöllunar innan heimspekinnar og sálfræðinnar en þróun innan yngri greina og fræðasviða, svo sem tölvunarfræði og taugalífeðlisfræði, varpar nýju ljósi á. Spurningarnar sem lagt er upp með eru meðal annars þessar: Hvað er meðvitund? Er hún nauðsynleg fyrir hugsun? Hver eru skilyrði hugsunar og mörk meðvitundar: gætu tölvur haft meðvitund og eru dýr vitundarverur sem hugsa? Geta raunvísindi skýrt tilurð og virkni meðvitundar, eða eru sálvísindin upphaf og endalok hugrænna fyrirbæra?”

Prófessors Thomas Metzinger ríður á vaðið með fyrsta fyrirlesturinn sem nefnist: “Being No One - Consciousness, the Phenomenal Self, and the First-person Perspective”.

Thomas Metzinger hefur PhD gráðu frá Frankfurtarháskóla og er prófessor í heimspeki og forstöðumaður The Theoretical Philosophy Group við Johannes Gutenberg-Universität í Mainz í Þýskalandi.

Fyrirlesturinn verður haldinn í Lögbergi, stofu 101, kl. 14:00 og er opinn almenningi; allir eru velkomnir og ég hvet alla áhugasama um að fara.

Nánari upplýsinigar um fyrirlestraröðina má finna hér
___________________________________