Hafið þið aldrei pælt í því hvenær maður veit að maður er til? Allir sem lesa þetta vita auðvitað að þeir eru til, á hinn bóginn veit 1 árs barn auðvitað ekki að það er til. Barnið sefur allan daginn eða horfir út í loftið. Það hugsar ekkert. Hvenær yrjar maður að hugsa og fatta að maður er til. Ég var að spá hvort maður vakni bara einn daginn og hugsi með sér “Ég er til” eða kemur þetta bara smátt og smátt. Samt á ég erfitt með að hugsa þetta í sambandi með smátt og smátt því mér finnst það eiginlega ekki ganga upp.

Hvenær haldiði að maður viti að maður sé til?