Í gærkvöldi varð sá ég sirka 5 mínútur að Silfur Eigils þar sem hann var að tala um boðorðin 10. Þessar 5 mínútur sem ég sá var verið að tala um guðlast eða boðorðið: Þú skalt ekki leggja orð drottins við hégóma. Það kom mér á óvart hvernig fólk túlkaði þetta boðorð, t.d. setningin ,,Guð minn góður' sem er mörgum töm var nefnd sem dæmi um það. Hins vegar er kemur orð guðs hvergi nærri og dagsdaglega held ég að fólk sé ekki að leggja orð guðs við hégóma þar sem það almennt veit ekki hvert orð guðs er. Það sem mér fannst þó öllu merkilegra er að enginn velti því fyrir sér hvað hégómi væri sem er kannski öllu mikilvægara þegar verið er að velta fyrir sér hvort eitthvað sé hégómi. Svo hvað er hégómi? Veit fólk almennt hvert orð guðs er?
++ Sljó