Ég hef nú ekki smakkað eimað vatn, en það er rétt að í kranavatni er fjandinn allur af allskonar snefilefnum sem bragðast misjafnlega.
Ef við værum með hreint vatn, semsagt bara H2O í sínu tærasta formi, þá ætti að vera neitt bragð af því eftir því sem ég kemst næst, vegna þess að bragskynið okkar er svo einfalt.
Við skynjum bara 4 bragðtegundir (eða 5 ef maður telur “umami” með, ath. MSG/E621) sem heita sætt, súrt, beiskt og salt, ef eitthvað fellur ekki í þessa flokka þá finnum við “bragð” með nefinu ef svo mætti segja. Lyktaskynið spilar sterk inní bragðskyn.