Ég rakst hérna á tilvitnun á Mig vantar handklæði lubbinum og langaði bara eitthvað svo að skjóta á tilvitnunina og benda á rangfærslu sem að mínu mati einmitt (hversu gott sem það mat er) er rangfærsla. En tilvitnunin hljómar svo…
If practise makes perfect an nobody is perfect, then why practise?
Höfundur ókunnur
Væri ekki betra að segja eins og í íslenskunni að æfinginn skapar meistarann þar sem meiningin að vera meistari þýðir einungis það að maður sé mjög vel af sér í einhverju sérstöku sviði eða sviðum en ekki fullkominn. Því eins og hann segir „enginn er fullkominn“ á meðan einhverjir eru meistarar.
En það sem í raun fer í mig í þessarri tilvitnun er misnotkun á tungumáli til að koma skilaboðum á framfæri sem í þessu tilviki getur misleitt einstaklinginn og eins og tilvitnunin segir „því að æfa sig“ fengið mann til að gefast upp á hlutunum í stað þess að reka einstaklinginn áfram á vit drauma sinna.
Þessi tilvitnun fær mínus í kladdann hjá mér fyrir að hafa aðeins hálfa hugsun og ég vona að þið sem lesið þetta farið í framtíðinn varlega yfir tilvitnanir þar sem þær er fleiri en við mættum halda sem eiga þátt í að móta hver við erum.