Reyndar var mér að detta í hug að heilbrigð skynsemi væri dálítið eins og geðheilbrigði; a.m.k. að hluta til skilgreint útfrá samfélagslegum viðmiðum. Þannig að heilbrigð skynsemi er e.t.v. einskonar félagslegt fyrirbæri, “vinsæl viðhorf” minnir mig að þú hafir sagt.
Þannig að heimspeki ætti ekkert endilega að taka heilbrigða skynsemi til greina, frekar en önnur ríkjandi sjónarmið. Kannski þá helst ætti hún að velta fyrir sér hvort að heilbrigð skynsemi sé siðferðilega rétt eða röng.
Nei, annars. Ég held að heimspekin ætti ekki að taka (mjög mikið) tillit til heilbrigðar skynsemi. Hún er, sýnist mér, allt of einstaklingsbundin til þess, þótt hún sé tengd félagslegum normum. Og ég er nokkuð viss um að hún hafi ekki mjög mikið með siðfræði að gera.
Eða gerir þú annars ekki mun á “heilbrigðri skynsemi” annars vegar, og “skynsemi” hins vegar?
Heilbrigð skynsemi segir mér að gera eitthvað, eða þá gera það ekki, alfarið útfrá afleiðingum, en hún getur ekki sagt mér hvort að eitthvað sé rétt eða rangt í siðferðilegum skilningi. Og ég held að hún hafi lítið sem ekkert að gera með reglur, boð og bönn, hún er svo miklu aðstæðubundnari.
Ertu í útlöndum?