Hm…
Mér finnst þetta vera heimspekilegt af því að það er óendanleiki, en allt verður samt að enda, þannig gengur þetta allt í hringi.
Langaði að gera heimspekilegt ljóð, ef einhver er á móti því má hann bara nöldra, því þá hlusta ég ekki. (aha, ég gerði ekki þrjá punkta, einkennið mitt)
Hringir
Allt snýst í hringi
ég snýst í hringi
þú snýst í hringi
í endalausa hringi
maður þvælist í hringi
og snýst, endalaust.
Það er óendanleiki,
allt endar einhvern tímann
og við við höldum áfram að snúast í hversdagsleikanum
föst, í hringjum,
sem við gerum okkur sjálf
í lífi okkar
við snúumst í hringi,
endalaust.
Ferðin tekur enda og okkur svimar,
svimar eftir að taka
þessa mikilvægu ákvörðun,
að komast út úr hringjunum.
Takk fyrir mig, ég er bara í ljóðastuði núna, kanski svolítið óskiljanlegt, en ef maður skoðar vel skilur maður ljóðið.