Ég held því fram að við getum slökkt á hugarstarfseminni en samt haldið áfram að vera til. En á hinn bóginn held ég líka að Decartes hafi ekki beinlínis verið að tala um hugarstarfsemina í sjálfu sér. Ég hygg að það sem hann hafi átt við hafi verið að þar sem hann viti að hann er til þá hlyti hann að vera til.
Ég veit að ég er til, þess vegna er ég til.
Þar er ég sammála DEcartes.
Á hinnbóginn held ég að maður geti haft vitneskju án þess að hugsa hana. Hugsunin er ekki nauðsynleg í þessu sambandi, hún staðfestir ekki tilvist okkar.
Í sjálfu sér gætum við kennt tölvu að hugsa. Og hún gæti jafnvel lært að hugsa um að hún sé til. Hefur hún þá vitundarsjálf á borð við manneskju? Nei, það sem aðgreinir að mínun mati er það að um leið og tölvan slekkur á hugsunarferlinu þá hverfur tilvistarvitneskjan. Tilvistarvitneskjan er hins vegar til í öllum mönnum, á öllum stundum, alveg óháð hugarstarfseminni. Það er a.m.k. mitt álit.