Ég hef oft verið að pæla í lífinu og merkingu þess. Ég hef oft sagt að lífið sé grimmt og annað í þeim dúr en það er það alls ekki, því ég hef komist að annari niðurstöðu.
Það mætti segja að lífið sé bara vegur sem við göngum, það fer bara eftir þér og bara þér hvernig þú ákveður að ganga veginn. Lífið er ekki grimmt því lífið er ekki persóna sem gerir þér eitthvað illt og það fer mikið eftir því hvernig þú lítur á lífið hvernig þú gengur þennan veg og hvernig þér vegnar í lífi sem og öðru. Ef þú gengur veg þinn fullur bjartsýnis og ert staðráðinn í því að njóta lífsins gengur þér miklu betur, það segir sig nokkurnveginn sjálft, og svo á móti ef þú gengur þinn veg bara um með fýlusvip, ert óánægður og pirraður úti allt er ekki mikið hægt að gera í því. Sýn hvers manns á lífið skiptir gríðarlegu máli. Og það er enginn sem getur stjórnað því hvernig þú gengur áfram í gegnum þetta líf og það stjórnar enginn því hvort þér líður illa eður ei. Lífið er ekki neitt þannig séð því það gerir ekki neitt, þú býrð til þitt eigið líf.