Þeir sem segja að þeir hafa fundið tilgang lífsins, segiði mér hver hann er, því ég hef ekki hugmynd um hver hann er og mér langar mikið til að vita það.
Kannski hafa þeir fundið “tilgang” með sínu lífi, eitthvað til að lifa fyrir; og það þarf ekki að vera að það henti þér sérstaklega. Kannski þarft þú að finna lífi þínu þinn eigin tilgang. Kannski er ekki um neinn annan tilgang að ræða.
Þá skilja þeir ekki spurninguna. Ef það væri verið að spurja um þeirra tilgang í lífunu, þá held ég að spurningin væri orðuð öðuruvísi, kanski einhvernvegin svona : Hafiði fundið tilganginn í ykkar lífi, en ekki: hefur þú fundið tilgang lífsins.
Er það nú alveg öruggt að “tilgangur lífsins” geti ekki þýtt “tilgangur í lífinu”? Það er ekkert við orðalagið málfræðilega eða setningarfræðilega sem krefst þess.
Sko, tilgangur lífsins er greinilega ekki að finna tilganginn, því það er enginn tilgangur í sjálfu sér. Ef þú villt tilgang, búðu hann þá til. Þú ræður því gjörsamlega hvað þú villt gera við líf þitt. Mundu bara eftir afleiðingunum.
Það er enginn tilgangur, við erum bara kolefnisvélar… Sem urðum til fyrir tilviljun á plánetu sem er heppileg fyrir þau efnahvörf sem við, þessar vélar, þurfum á að halda.
Tjah, Lunkwill og Fook báðu tölvuna Deep thought um svarið við “Life, the universe and everything,” en svo virðast allir hafa gleymt því hverju var spurt að.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..