Orðin fullt, tómt.. eru í raun óþörf, þau draga aðeins fram veikleika okkar tendensinn að blanda tilfinningum við dóma okkar, eða mælingar.. Einnig má segja að matið fari eftir þeim tilgangi sem vatnsyfirborðið er mælt, niðurstaðan er fengin með eitthvað markmið í huga. Eða ef við komum að vandamáli frá einhverri ákveðinni átt þá erum við líklegri til að meta hlutina “upp” eða “niður” til “hægri” eða “vinstri” …
Þessi pæling er náttlega forn-grísk eins og svo margar pælingar, td afstæði er amk forn-grísk, ef ekki eldri..
Þessi pæling um glasið, er í raun dýpri, eins og hænan og eggið er dýpri en bara hvað kom fyrst.. þetta fjallar um okkur sjálf.. inní þessari pælingu er pælingin um hugsanlegt hlutleysi (sem verður aldrei fullkomið).. um leið og við segjum annaðhvort fullt/tómt þá höfum við sýnt fram á að við höfum blandað tilfinningu eða óviðkomandi hugsun, inn í mat okkar.. Þetta er það sem málið snýst um að mínu mati. (Gæti eflaust skýrt þetta skýrar út, en þetta verður að duga í bili.)