Eru margar skilgreiningar?
Samkvæmt þessari tilteknu skilgreiningu er setningin hér að ofan alla vega ekki spurning, þótt hún sé það kannski samkvæmt annarri skilgreiningu. Mér finnst það svolítið undarleg niðurstaða.
Ég myndi frekar segja að það að byrja á spurnarorði og enda á spurningamerki (í ritmáli) séu
algeng einkenni á spurningum en að skilgreiningin væri önnur og hefði eitthvað með hlutverk spurninga í málnotkun okkar að gera, eins og þú varst, sýnist mér, að ýja að hér á þræðinum þegar þú reyndir að koma orðum að því að spurning væri setning sem hefði það hlutverk að biðja um upplýsingar eða eitthvað í þá áttina. Og til þess að spurning hafi merkingu þarf einhvern veginn að koma fram í henni hvers konar upplýsingar beðið er um, eins og Erlendur Jónsson hefur bent á í
svari á
Vísindavefnum. Ég held að það þurfi ekki nema eina svona skilgreiningu á spurningu og síðan er hægt að lýsa ýmsum ólíkum en algengum einkennum spurninga án þess að gera þau öll að skilgreiningaratriðum eða jafnvel að mörgum mismunandi skilgreiningum.