En guð er kærleikur. Jesú sagði það ekki of oft til að fólk fari að gleyma því! Ást, svona “brjálæðislega ástfangin að ég hef enga matarlyst” ást, er hins vegar tegund af geðveiki, þeir sem eru í því ástandi eru eins og þráhyggjusjúklingar, nema með mjög djúpar geðsveiflur. Ást víkur alltaf fyrir kærleik, það þekkist ekki par sem verður beint ástfangið (eins ástfangið og ég lýsti hér að ofan) alla sína ævi, heldur breytist ástin í hinn stöðuga og yndislega kærleik.
Þar sem guð er kærleikur hlýtur hann að vera hormónið ócytócín, það framkallar kærleik. Ócytócín hlýtur varla að hafa skapað heiminn vegna þess að fyrst þarf kolefni og nokkur önnur efni til að mynda þær kolefnakeðjur sem það er myndað úr. Guð/ócytócín er ekki almáttugur nema á sviði mannlegra tilfinninga.
Nú mun sennilegast einhver vísa þessu á bug, en þá spyr ég; hefur þú sönnun þess að Guð sé til á öðrum forsendum en þessum sem ég nefndi í síðasta greinardálki? Vísindin hafa sönnun fyrir máli sínu, hefur þú það fyrir utan gamla testamentið, bók sem segir mér að drepa bróðir minn ef hann ágirnist unnustu mína, einhverja sönnun um að Guð sé til og að hann eigi að vera almáttugur og á að hafa skapað heiminn?