Já, drengurinn væri Íslendingur, og nei, músin væri ekki hestur.
Ástæðan er sú að mýs og hestar eru ólíkar dýrategundir og það er útilokað að mús geti verið hestur eða að gestur geti verið mús. Þjóðerni - eins og t.d. það að vera Íslendingur - er hins vegar af öðru tagi og það er ekkert sem útilokar að fólk með ólíkan hörundslit geti verið af sama þjóðerni. Hugtakið þjóð er raunar ekki vel skilgreint og skýrt afmarkað hugtak, en það er alveg ljóst að þjóðerni er ekki náttúruleg tegund þannig að fólk sé af náttúrunnar hendi af einhverju tilteknu þjóðerni eins og dýr eru af náttúrunnar hendi af einhverri tegund. Ef við lítum auk þess í kringum okkur sjáum við að orðið ‘þjóð’ er ekki notað til að greina að fólk með ólíkan hörundslit því í mörgum löndum búa þjóðir sem samanstanda af fólki með ólíkan hörundslit. Sem dæmi mætti nefna Bandaríkin og Bretland.
___________________________________