Yrðinginn P(x): a = b, er bara sönn í einu tilfelli, þegar að a og b er það sama. Forsendan sem að þú gefur þér er að ekkert er ekkert, sem við myndum bara henda upp sem a = a, sem að er sjálfgefið í stærðfræðilegri rökfræði, en það gerir yrðinguna ekki sanna því að hún tók ekki fram að a væri eitthvað annað en a.
Það sem að þú gerðir er að sjálfsögðu bara orðaleikur. Hann er mótsögn miðað við hvernig við hugsum í orðum, en ekki í tölum. Núll er það tákn sem að við notum fyrir ekkert. Þegar að við ætlum að lýsa fjærlægðum í einingum t.d. segjum við tveir metrar (2m). Ef að það er engin fjarlægð milli hluta, t.d. fjarlægðinn milli punkts A og A, þá köllum við fjarlægðina 0, núll metrar ef að við mælum með einingu eins og metranum.
Það er því augljóslega ekki mótsögn að segja að ekkert sé ekkert (0=0) en að gera það að forsendu fyrir því að ekkert sé eitthvað annað en núll {x er stak í mismengi rauntölumengis og núllmengis (R\{0})|0=x} er að sjálfsögðu mótsögn.
Í orðaleiknum segiru að ekkert sé ekkert, sem verður sjálfkrafa ósatt því að ef ekkert er ekkert er ekkert ekkert ekkert og ef ekkert er ekkert þá getur ekkert ekki verið ekkert. Neinei, núna er ég bara að bulla aðeins til þess að sýna að orðaleikir eins og þetta þurfa ekki að vera réttir þótt þeir líti þanneig út, eins og Akkilles og skjaldbakan, en þegar maður skoðar þetta með stærðfræðinni áttar maður sig á því að þetta geti ekki staðist.