Gthth:
Það sem við erum í raun og veru með í höndunum, er dæmi. Dæmi um raun-veruleikann og mál-veruleika, en við erum ekki með dæmi þessa veruleika, við erum með dæmi um það hvernig þeir stangast á.
Raun-veruleikinn bara ER.
Við getum jafnvel hætt okkur út í útúrdúra um að hann sé og hafi alltaf verið, en ég ætla ekki að flækja málin frekar að óþörfu.
Mál-veruleikinn er mannasetning og að auki náttúrufyrirbæri í náttúrufyrirbærinu manninum og huga hans.
Við sem menn erum mótaðir af því lífi sem við lifum. Við hrærumst í orsök of afleiðingu, við erum ss tímaverur. Það gerist alltaf eitthvað og svo eitthvað annað á eftir því. En sjáum til.. raun-veruleikinn er ekki svona. (Ef við reynum að skilja hann með því að hugsa okkur í burtu frá okkar aðferðum í að sjá hann og skilja.)
Heimurinn bara ER. Gegnsæir hlutir eru því ekki gegnsæir í sjálfu sér. Þeir bara eru bara eins og þeir eru. Notum hliðstæðu til að skýra hvað ég á við: Heimurinn er eins og skákborð með skákmönnum, en þetta er auðvitað ekki skák, eða skák menn, þetta er bara heimurinn; það erum við sem sjáum leikina, reglurnar, skákina. Þó að þesski “skákheimur” hagi sér eins og skák, þá ER hann bara, á ákveðinn hátt.
Því er það svo að þegar við setjumst að heiminum, sem er eins og skák, reynum við að skilja heiminn NB í sjálfu sér, eins og skák. En einmitt þar, þar þegar við reynum að skilja heiminn útfrá hugmynd okkar um hann (sem skák) erum við búin að misskilja heiminn. Því heimurinn er ekki skák, hann bara ER eins og hann er.
Í upphafi var bara víðáttan, fjöll, firðir, dalir, skóar.. nafnlaust! Og NB við erum svo flækt í hugmyndaskekkju okkar sjálfra að ég nota orð eins og “fjöll, firðir, dalir, skóar” þegar það er í raun ekki um slíkt að ræða! Einkenni eru bara hluti af mál-heimi okkar. Þá á ég einkenni í þeim skilningi sem við TÖLUM um einkenni. Ss tal um einkenni er bara hluti af mál-heimi.
Í hugsun okkar, sem við getum kallað hugar-heim (til að halda okkur við þetta heima tal). Eru einkenni til að auki. En einkenni eru á sama hátt og “fjöll” og “dalir” ekki raun-heimur. Hugar-heimur er eitthvað sem hefur þróast í okkur, eins og hjarta og nýru, og auðvitað heilinn. En fyrir okkur, í dulardjúpum meðvitundarinnar halda þessir heimar til, því þar heldur veruleikinn í raun til. En heimurinn bara ER og hann þarf ekki á heila okkar að halda.
En svo við snúum okkur aftur að dæmi um gagsæja hluti. Þá erum við að reka okkur á dæmi þegar mál-heimur, reynir að láta raun-heim lúta sínum lögmálum, en hugar-heimur okkar sér að það gengur ekki upp. En við þurfum að átta okkur á því að um raunverulegan vanda er ekki að ræða, bara galla í gerð málsins, hnökra í meintri samfellu mál- og raun-heims.
Við notum ekki FYRIR eða EFTIR um gegnsæi hluta, við erum hér með einhverskonar Zenonska mótsögn (en þær snérust einmitt um hreifingu og tíma (sem er sama fyrirbærið skv. því sem ég kemst næst)).
Við getum ekki nálgast vandann með því að reyna að finna út hvort merkingin felist í skynjuninni, sem staðfestir einkennið, eða hvort einkennið staðfesti skynjunina.
Ef við nálgumst “vandann” með því að horfa til lifnaðarhátta okkar, þá er það venjulega svo að við skoðum heiminn og greinum svo einkenni hans eftir því hvað við sjáum í honum. Á líkan hátt að við gáfum víðáttunni nafn, töluðum Kaldadal og Háaberg og eitthvað í þeim dúr. Vandinn um hænuna og eggið er ekki raunverulegur vandi. Við komumst bara að því að málið sem við notum, og að parti til hugsun okkar, er klunnaleg og ófullkomin, og við komum svona fyrirbærum ekki svo í box eða kategóríu að það hringli ekki í boxinu, það passar ekki alveg í kategóríurnar sem við þekkjum.
Við spyrjum okkur hvort við eigum að setja gagnsæjan hlut í box merktu “hlutur sem er með skynjaður venga einkennis” eða í box merktu “hlutur sem er með einkenni vegna skynjunar”. En þetta er bara okkar ófullkomna aðferð að flokka heiminn. Við þurfum orsök og við þurfum afleiðingu, við þurfum geranda og við þurfum þolanda, og þegar við höfum fórnarlamb, höldum við oft í hugsunarleti okkar að það hljóti að vera sökudólgur!
En meint “vandamál” er ekki til í heiminum í sjálfum sér, en það er væntanlega sá heimur sem við viljum þekkja betur, fremur en hugarsmíð okkar sjáfra, nóg er nú af fólki sem fer hring eftir hring eftir hring á eftir eigin skotti. Staða og eðli mólikúla fastaefnisins er á þann hátt að ljós skín í gegn um hann, það er allt og sumt. Hitt hvort að hann sé gagnsær af því að við sjáum í gegn um hann, eða að við sjáum í gegn um hann af því að hann er gagnsær; er eins og að velta fyrir sér hvort punkturinn eða strikið grundvalli veruleika táknsins “i”! En þó við hjótum nauðsynlega að gera punkt eða strik á undan hvoru öðru, þá hefur það ekkert að gera með táknið sjálft, og fyrir hvað það stendur! Því að “i” er án tíma, þ.e.a.s það er ekkert “fyrir” eða “eftir”, ekkert “egg” og engin “hæna”.
Við höfum hér einfaldlega dæmi um takmörkun (hugar-heims (mál-heims)) við að tákna heiminn .
Kv.
VeryMuch