Langflestir vita auðvitað ekki um hvað verið er að spyrja og kom það svo sem ekki á óvart. Hitt er skemmtilegra að enginn kaus að svara að kenningin væri óskynsamleg nema bæta því við að hún væri betri en aðrar kenningar okkar eða jafnvel rétt. Hinir sem sögðu að kenningin væri skynsamleg bættu því hins vegar langflestir við að hún væri samt röng eða vildu ekki tjá sig um það hvort kenningin væri rétt eða röng. Lengi vel hafði enginn svarað því að kenningin væri bæði skynsamleg og rétt. Ég hef enga hugmynd um hvernig á þessu stendur en það lítur út fyrir að rökræða um þessa kenningu (og aðrar kenningar um sama efni) gætu verið mjög fróðlegar.
En sem sagt, bottom line: Af þeim sem töldu sig vita um hvað málið snerist lítur út fyrir að þeir sem tækju að sér að verja kenninguna (þ.e. héldu að hún væri rétt eða a.m.k. betri en aðrar kenningar) myndu eigi að síður fallast á að hún væri óskynsamleg en flestir þeirra sem telja að hún sé skynsamleg myndu ekki fallast á kenninguna.
Já, þetta var reglulega skemmtilegt.
___________________________________