Ég óttast ekki það sem verður. Ég óttast það sem verður ekki…
Þegar litið er yfir farinn veg skoðar maður alltaf þá atburði sem hafa orðið í lífi manns í ljósi þeirrar reynslu sem maður hefur í núinu. Oftar en ekki óskar maður þess að hafa breytt öðruvísi, spyr sjálfan sig “hvað ef ég hefði…” og svo framvegis.
En oft eru það litlu atburðirnir, litlu mistökin, litlu sigrarnir sem hafa mestu áhrifin á framvindu mála. Oft þarf svo lítið að gerast til að líf manns breytist.
Hvar væri ég í dag ef… ?
Mig langar ekki að vita svarið við þessari spurningu.