Það var enginn einn náungi sem fékk þá hugmynd.
Tylftakerfið er komið frá Babýloníumönnum. Tólf var grunntala í þeirra tímatali. Þess vegna er nú sólarhringurinn okkar tvær tylftir klukkustunda og klukkustundin fimm tylftir mínútna og mínútan fimm tylftir sekúndna.
Það var svolítið óreiðukennd hveru langir mánuðirnir voru hjá Rómverjum, en það lagast að mestu með júlíanska tímatalinu sem nefnt er eftir Júlíusi Caesar en hann leiðrétti tímatal Rómverja árið 46 f.Kr. Áður hafði árið verið mislangt hjá Rómverjum, ýmist 355, 377 eða 378 dagar og í hlaupaárum var febrúar, síðasti mánuður ársins hjá Rómverjum, lengdur um 3 vikur eða svo, en aðrir mánuðir höfðu verið ýmist 29 eða 31 dagur. Mjög flókið kerfi. Caesar breytti þessu og kom á kerfi sem liggur til grundvallar hjá okkur. Þess má geta að júlímánuður er nefndur eftir honum.
Það er ekki alveg vitað hvers vegna vikan er sjö dagar en sennilega hefur tunglmánuðinum einfaldlega verið skipt niður í fjórar vikur en þá hefur hver vika verið sjö dagar og mánuðurinn 28 dagar. Þetta er að vísu ekki mjög nákvæmt, vegna þess að tunglmánuður er u.þ.b. 29,369 dagar í raun. Á fornum tíma þekktist ýmislegt annað t.d. tíu daga vika hjá Forn-Egyptum. Mánuður með þremur tíu daga vikum eða með fimm sex daga vikum væri í raun nákvæmari talning tímans.
___________________________________