Kíktu á þessa síðu
http://faculty.washington.edu/smcohen/320/320Lecture.htmlHérna eru fyrirlestraglósur á ensku sem gefa þér í senn gott yfirlit yfir gríska heimspeki og skýrir margt. Það er hins vegar rétt að ekkert kemur í staðinn fyrir frumtextana. Ég mæli eiginlega með að þú finnir þá bara á bókasafni frekar en á heimasíðu. Það er líklegra að maður lendi á bullukolli sem veit ekki alveg nægilega mikið um efnið á netinu en í bók. Hver sem er getur sett upp heimasíðu en ekki fengið Oxford University Press eða Routledge til að gefa sig út. (Ég er samt ekki að segja að það sé bara bull á netinu. Alls ekki).
Sumir textar eru tyrfnari en aðrir. Ég mæli með að byrja á samræðum eins og Menoni eða Gorgíasi eftir Platon og á Frumspekinni I eftir Aristóteles. Öll ritin eru stutt og gefandi lestur. Íslensku þýðingarnar hafa líka góðan inngang og lærðar skýringar. Frumspekin I er eiginlega frábær byrjun því þar tekur Aristóteles fyrir alla forvera sína, Platon líka, skoðar kenningar þeirra og gagnrýnir og setur fram sínar eigin í leiðinni.