Eins og fram kemur á vefsíðu
Heimspekiskorar Háskóla Íslands hafa nemendur þaðan margir hverjir haldið út í framhaldsnám í heimspeki og ratað síðan í kennslu bæði á háskólastigi og einnig á grunn- og framhaldsskólastigi en þar að auki hafa sumir þeirra “náð árangri á sviðum hagfræði, lögfræði, bókmenntafræði, sagnfræði og stærðfræði”.
Margir hafa valist “í störf í mennta- og menningarstofnunum, fjölmiðlum, fyrirtækjum og stjórnmálum” og "[á] meðal útskrifaðra heimspekinga frá Háskóla Íslands má nefna alþingismenn, bæjarstjóra, stjórnarerindreka, þáttagerðamenn í sjónvarpi og útvarpi, blaðamenn, kynningarfulltrúa, textagerðarfólk, kennara, skáld og kvikmyndagerðarmenn".