Þetta er í raun lítið svar við öðrum eldri korki hér á Heimspeki:

“Annars sér maður þannig að ljós lendir á tilteknum hlut, hluturinn endurkastar þeim hluta ljóssins sem samsvarar lit hans, ljósið lendir í auganu og heilinn nemur það. .. í stuttu máli. :)”

Það er algengur misskilningur að sjónskynjun sé ferli með aðeins eina stefnu, það er frá augum til heila, svokallað bottom-up eða gagnastýrt ferli. Rannsóknir í skynjunarsálfræði og taugavísindum hafa aftur á móti sýnt að sjónskynjun ræðst einnig mikið af sem “túlkun” heilans (sem oft er þó ómeðvituð og sjálfvirk), eins og réttilega er bent á hér að ofan. Þetta getur til að mynda haft áhrif á hvaða sjónboð veljast til frekari úrvinnslu (athygli), hvaða litir eru skynjaðir, hvaða fletir skynjast í forgrunni og hverjir í bakgrunni sem og hvernig fólk skynjar rýmd, eins og upphaflega var talað um.

Calliope