Ég vildi bara benda fólki á að Philosophical Gourmet Report 2004-2006 er komin út. Þar er m.a. að finna lista yfir bestu heimspekideildirnar í hinum enskumælandi heimi og sömuleiðis þennan lista yfir bestu heimspekideildirnar eftir sérsviðum.

Það ber að taka það fram að þetta er ekki úttekt á því hvar best er að stunda nám í heimspeki, heldur hafa ýmsir heimspekingar sem eru framarlega á sínu sviði verið fengnir til að meta starfssystkin sín í öðrum deildum og gæði fræðimennskunnar sem þar er stunduð. En þeir sem hyggja á nám eða framhaldsnám í heimspeki ættu auðvitað að huga að þessum atriðum þótt einnig þurfi að taka fleira með í reikninginn.
___________________________________