Svarið er nei, því er það væri já þá væri öll kenningin um Miklahvell marklaus. Í henni er gert ráð fyrir því að rúmið sé teygjanlegt og sé ótakmarkað. Þannig er hún byggð á þeirri staðreynd að svo virðist sem alheimurinn þenjist út. Það kemur massa ekkert við, heldur einungis því plássi sem massinn og orkann rýmist í.
Þessi tilvera er afstæð eins og tíminn.
Það er kannski erfitt að hugsa sér þetta, en þetta er samt ekki þversögn. Það er ekkert rúm utan við rúmið. Rúmið sjálft skilgreinir hvað er rúm. Ef þú villt reyna að ímynda þér þetta væri best fyrir mann að hugsa sér að rúmið væri í raun óbreytanleg stærð. Eins og eitt herbergi. Gerum ráð fyrir að þetta eina herbergi væri alheimurinn (auðvitað er alhemurinn samt ótakmarkaður, öfugt við herbergið). Þegar rúmið þenst út liti það út fyrir manni eins og að allt efni í herberginu minnki og færðust fjær hver öðrum. Ef þetta ferli væri sýnt afturábak sýndi okkur allt efni og allir hlutir í herberginu stækka svo það verði sífelt þrengra inn í herberginu. Alveg þangað til það er orðið svo þröngt að ekkert pláss er eftir. Hlutirnir fylla upp í allt. Og þar áður væri ekkert herbergi, bara steinsteypa.
Þetta er vel hugsanlega ímyndun. Þú þarft ekkert að gera ráð fyrir að eitthvað sé utan alheimsins. Ef þú gerir ráð fyrir að ekkert sé utan alheimsins í dag þá væri það eins og að ímynda sér að ekkert væri utan herbergisins í eðlilegu ástandi. Í byrjunarástandi herbergisins þegar ekkert er nema steinsteypa þá breytir það því ekki. Það er ekkert fyrir utan, frekar en áður.
EF maður ætlar því að segja að eitthvað rúm hafi verið fyrir utan miklahvellspunktinn þá hlýtur maður að þurfa að gera ráð fyrir að eitthvað rúm sé fyrir utan alheiminn í dag.
Þá ertu kominn með þversögn. Þú þyrftir a.m.k. a útvíkka heilan helling skilning okkar á tilveurnni.