Við erum náttlega alltaf bundin að einhverjuleiti, og þar af leiðandi ekki fullkomlega óháð.
Við getum ekki hætt að vera mennsk þegar við gagnrýnum mennskuna og/eða mennina.
Fjarlægð og óþreytandi viðleitni til að leita nýrra sjónarhorna finnst mér þó ráða úrslitum um vel gagnrýndar hugmyndir; eða hugmyndir um.. eða skynjun á.. veruleika eða tilveru…
Mar mun rekast á þann vegg að mar þarf að gagnrýna sjálfan sig til að taka framförum, verða meðvitaður um stöðu sína og sjónarhorn…
Enn síðar rekst maður á þá staðreynd að mar þarf að ráðast gegn eigin eðli (raun þýðir það að ganga enn nær sér) til að taka meiri framförum. Manns eigin mennska verður hindrun frekari skilnings. Maður sér allt sem manneskja, þú skilur…
Við erum náttlega ófullkomnar verur og þar af leiðandi sýn okkar… og yfirsýn.
Gesturinn kemur oft að hlutunum úr ferskri átt, sem hinum sem eru orðnir samdauna, hefur ef til vill sést yfir… ss nýtt sjónarhorn verður til…
Til að taka framförum þarf mar sífellt að leita nýrra sjónarhorna á öllu! Það er kannski ekki skrítið að heimspekingar finni fyrir ákveðinni fjarlægð og finnist hún nauðsynleg… og endi síðan sem gestir í eigin heimi ;)
Og eins og ég sagði að ofan.. kemur á endanum að þeim tíma-punkti að heimspekingurinn hefur niðurbrot á sjálfum sér til að öðlast betri sýn (hvað sem það þýðir nákvæmlega)… þaes til að taka framförum sem heimspekingur. Það má deila um hvort að það sé æskilegt eða hollt… en þá kemur maður að spurningunni hvað mar sé og hvert markmið tilveru manns er. Er mar ss fyrst og fremst heimspekingur eða er maður eitthvað annað. Ef mar er heimspekingur gengur mar lengra í niðurbroti sjálf sín, til að öðlast nýja sýn eða meiri dýpt (engin orð eru kannski rétt til að orða þetta). Kannski er það þessvegna sem svo margir heimspekingar fara yfir um?!
Eitt er á hreinu að mennskan hindrar heimspekinginn og skekkir mat hans. En matið verður náttlega alltaf eitthvað skekkt.
Já glöggt er gests augað held ég bara :)
NB: Hér talar höfundurinn einn.. ég er ss einn ábyrgur fyrir þessum skrifum.