Ef við skilgreinum “heimsku” sem almenna fáfræði eða algjöra miðað við meðal mann í dag, ætli það sé gott að vera það frekar en fluggáfaður?
Ég er að velta þessu fyrir mér þar sem ég sé oftar en ekki andlegar þroskaheftar manneskjur sitjandi einhversstaðar borandi í nefið og horfandi uppí himinn og maður sér það á þeim að þeir hafa engar áhyggjur, engar djúpar pælingar eða þrá í skýringar á flóknum hlutum sem náttúran hefur fært okkur, engin peningavandamál, þurfa ekki einu sinni að pæla hvar næsta klósett sé eða hvernig í ósköpunum maður kemst heim, það er alltaf einhver sem heldur í hendina á manni. Ef maður væri fáfróðari frekar en gáfaðri, væri lífið ekki miklu betra? Væri ekki þægilegt að vita ekki af stríðinu útí heimi og hvaða afleiðingum þessi loftsteinn hefði valdið sem skaust framhjá Jörðinni nýverið? Engar áhyggjur af ríkisstjórninni eða hækkandi sköttum. Sólin er hlýr og fallegur bolti sem sest í lok dags í stað brennandi gasrisa sem er að nálgast okkur meir og meir og tunglið er ostur sem kemur á kvöldin og býður góða nótt en ekki gamlar leifar af Jörðinni sem mun bráðum skjótast af sporbraut. Auðvitað mundi þetta ekki ganga upp ef þetta ætti við um allt Mannkynið, en ég meina þá einstaklinga - þú sjálfur.
Hvað segið þið?