Hvernig væri það ef maður gæti látið frysta sig eða þurrka í nokkra áratugi og vaknað í svo sem 5 ár milli áratuga eða lengri lúra: Það væri mikið ferðalag um mannkynssögu framtíðarinnar!
En hvað þá með vini og ættingja sem maður skilur eftir og hittir líklega ekki aftur því þau láta kannski vekja sig með lengra eða styttra millibili eða sleppa þessu kannski alveg?
Það gæti verið til gen sem væri hægt að útrýma svo maður gæti lifað endalaust og búið til fólk sem gæti verið til um ókomna framtíð, hvernig væri það nú að geta lifað endalaust?
Er það að deyja ekki sama og að lifa endalaust, með þeirri undantekningu að tíminn mun fyrir þér líða hraðar eftir dauðann þannig að afstæðislega séð þá myndirðu “upplifa” dauða sólarinnar og hnignun veruleikans fyrr en sá sem að eilífu lifði?<br><br>.kjwise
Þetta er ekki mín hugmynd. það er möguleiki að nota efni sem pöddur kallaðar vatnabessar mynda til að viðhalda frumubyggingu sinni meðan þær þorna upp og leggjast í dvala, á menn. Vandamálið er aðallega að koma efninu jafnt fyrir í öllum líkamanum samtímis og þurrka líkamann jafnt svo ekkert skemmist umfram annað, eins þarf að koma vatni jafnt fyrir alls staðar samtímis þegar dvali er rofinn. Nanótækni sem er í þróun ætti að geta leyst þetta. Ég sagði ekki frá því vegna þess að þetta er áhugamálið heimspeki.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..