Já já, það eru til margar útgáfur af svona afstæðis vangaveltum.
Lykilhugtök sem ég vil nota til að skýra þetta og skyld dæmi eru (skv. mínum skilningi): viðmið, takmarkað röklegt samhengi, altækt röklegt samhengi, tilfallandi niðurstaða, endanleg niðurstaða.
Ef ég segi að allir “sjúklingar” á Kleppi séu ekki geðveikir, og allir aðrir séu það. Það er að segja ég sný hefðbundnu sjónarhorni á haus. Ég skipti um viðmið. Sá heilbrigði verður sjúkur og svo öfugt.
Afleiðing þessa skv. takmarkaða röklega samhenginu, gefur okkur þá tilfallandi niðurstöðu að við séum geðveik. (Þ.e.a.s. ef við töldums ekki geðveik fyrir breytinguna á viðmiðinu.)
Við getum líka hugsað okkur kunnuglegt dæmi um þá liti sem við skynjum. Þ.e. við gætum spurt eitthvað á þessa leið. Kannski er það sem ég skynja sem rautt, og kalla rauðan lit, ekki það sama og einhver annar skynjar sem rauðan lit? Kannski skynja stelpur grænt þegar strákar skynja gult? Það hver veit?
Til þess að skoða litadæmið betur, getum við sett það upp á sama hátt og við settum dæmið um geðveikina upp.
Við breytum viðmiðunum. Gult verður rautt, og rautt verður gult, ef við setjum okkur í huganum í spor þess sem skynjar litina á ólíkan hátt. T.d. að stelpa ímyndaði sér að hún skynjaði liti eins og strákur, og svo öfugt, ef við höldum okkur við þá útgáfu af litavíxls hugsunar-tilraun okkar, meira til hagræðis en nokkurs annars.
Tilfallandi niðurstaða fyrir tilstuðlan takmarkaða röklega samhengisins í þessum hugarburði okkar, væri þá, að við sæum gult þar sem við sáum áður rautt, og öfugt.
Við höfum því:
Viðmið + Takmarkað Röklegt Samhengi = Tilfallandi Niðurstaða
Takmarkað röklegt samhengi er fast, og hvað það er, veltur á viðfangs efni okkar. Það er afmarkaður hluti af altæka röklega samhenginu, sem ég minntist á í upphafi. Líkt og stafurinn “A” er afmörkun á stafrófinu.
Nú þegar við veltum fyrir okkur hugarsmíð okkar um litavíxl, viljum við væntanlega komast að því hvort þetta geti raunverulega verið svona. Getur verið að ég sjái kannski gult þegar aðrir sjá rautt? Er það hugsanlegt? Hvað ef það væri satt?
Til þess að gá hvort við getum yfir höfuð vita svarið, og ef við getum vitað svarið, þá til þess að finna það; þurfum við að notast við það sem ég kalla altækt röklegt samhengi.
Altækt röklegt samhengi er í raun allt það sem við teljum okkur vita um heiminn, og líka það sem gerir einhverja þvílíka þekkingu mögulega. T.d. getum við væntanlega verið sammála um að þú og ég (hver sem þú ert lesandi góður) getum ekki verið á sama stað, á sama tíma. Við getum verið sammála um að einn hlutur og annar hlutur, séu tveir hlutir, skv. þeim skilningi sem við leggjum í tölur og það að afmarka hluti og telja þá. Það er líka eitthvað dularfullt í hausnum á okkur, eða bara heilanum á okkur, sem virðist gera okkur mögulegt að “skilja” þessa hluti. Þá meina ég að tveir hlutir séu tveir hlutir, enn ekki eitthvað allt annað; líka þá eiginlega of augljósu staðreynd (sem gæti þess vegna farið framhjá okkur) að engar tvær efnis eindir (í einföldum skilningi) geta verið á nákvæmlega sama stað á nákvæmlega sama tíma, og verið aðgreindar efnis eindir. Allt þetta og svo óteljandi margt fleira, og ólíkt þessu, lítur þessu sem ég vil kalla algilt röklegt samhengi.
Ef við snúum okkur aftur að litavíxlinu, þá hljótum við að velta því fyrir okkur hvernig málverk, eða hinir ólíkustu hlutir í mörgum litum koma út, ef við víxluðum þessum litum (gulum og rauðum). Og myndum við þá ekki sjá suma hluti betur en aðra e.t.v. verr en áður? Væri ekki skrítið að sjá rauðleit ljón, og tígrisdýr með nú ógreinilegar svartar rákir, rauðan skeljasand. Myndi ég þá ekki taka eftir öðrum dýrum í flæðarmálinu, ef ég væri á gangi í slíkum skelja sandi, en t.d. vinur/vinkona minn/mín, sem gengi við hliðina á mér. Hefði hún/hann ekki undrast þetta fyrir löngu? Hvað með fötin sem ég er í? Er ég þá ekki svakalega “púkó” í augum stelpnanna/strákanna? Gvöð!! Hvað með teikningarnar sem ég hef teiknað og litað? Hvað með öll málverkin sem ég hef skoðað? Eru þau kannski miklu flottari en ég get séð? En bíðum við þá hlýtur að vera mikill munur á listaverkum kvenkyns málara og karlkyns málara. En er það svo? Og þetta þýddi líka að stelpur og srákar klæddu sig í ólíka liti, þegar það kæmi að gulum og rauðum litum. Og svo er gulur (eins og við skiljum orðið) líka ljósari litur en rauður, og þá væru konur og karlar ósammála um einmitt þetta.
Endanleg niðurstaða eftir að hafa velt málinu fyrir okkur hlýtur því að vera sú, þegar við styðjumst við algilt röklegt samhengi málsins; er sú að umrædd litavíxt geti ekki verið raunveruleiki. Því er ekki satt að konur og karlar sjái gulan og rauðan, öfugt sín í milli.
S.s. með því að skoða reynslu okkar, nota skynsemi okkar, sem lítur röklegu samhengi heimsins, þá sjáum við að hugarburður okkar um litavíxl er aðeins hugarburður, en ekki raunveruleiki, og því ekki sannleiki.
Við höfum því:
Endanleg Niðurstaða = Algilt Röklegt Samhengi + ( Viðmið + Takmarkað Röklegt Samhengi )
Sem jafngildir:
Endanleg Niðurstaða = Algilt Rölegt Samhengi + Tilfallandi Niðurstaða
Viðmiðunum getum við leikið okkur við að breyta og þannig reynt að skilja heiminn betur, og skoðað hann frá ólíkum sjónarhornum. Tilfallandi og endanleg niðurstaða] ræðst svo af hinu breitilega viðmiði og af hinu óbreitanlega takmarkaða og algilda röklega samhengi (Nákvæmara væri að tala aðeins um algilda röklega samhengið þar sem hið takmarkaða er hluti þess.)
Dæmið sem þú nefnir um geðbilunina er eins og þetta með litina. Skv. algildu röklegu samhengi er tilfallandi niðurstaðan fáránleg. Endanleg niðurstaða er því sú að tillaga þín geti ekki verið raunveruleiki, og sé því ekki sannleiki. Ekki nema að við skiptum aðeins á orðunum, en ekki á merkingu þeirra.
Hvers vegna? Jú, samfélagið myndi augljóslega ekki ganga upp ef við værum flest með þau einkenni sem einkenna þá sem við skilgreinum (með góðum rökum) geðsjúka. En samfélag okkar virðist ganga nokkurn vegin upp, án stórkostlegra áfalla. Annars koma tímabil þegar maður hlýtur að efast (um gang samfélgas okkar). ;)
Kv.
VeryMuch