Viltu í raun komment?!
Heiður er að mínu mati ein hlið á almannarómi eða skoðunum fjöldans…
Fyrirbæri sem tekur breytingum með tímanum.
Heiður er ekki “raunverulegt” fyrirbæri.. öllu heldur birtingarmynd breytilegra skoðana, skoðana á fyrirbæri sem er jafnvel einnig töluvert fjölbreitt í hugum fólks.
Ástæðan fyrir því að Sókrates fann ekki svar er einfaldlega vegna þess að heiður er breytilegur frá manni til manns, og á milli samfélaga og tímabila líka.
Heiður fylgir af öllum líkindum lögmálum normal-kúrvunar, ss bundin því sem telst venjulegt eða meðaljóninn telur rétt, eða einhverskonar samsuða skoðana þeirra sem hafa tjáð sig um málið.
Hvað telst heiður á hvaða tíma eða í hvaða samfélögum er að mínu viti byggt á ómeðvitaðri “nytjahyggju”… ss aðstæðum og nauðsyn tímabils, samfélags, einstaklinga, hópa fólks… eitthvað þess háttar.
Mín persónulega afstaða er að hafna hugtakinu alfarið!